Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, var meðal áhorfenda þegar Belgía og Norður-Írland gerðu 2-2 jafntefli í Dessel í Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Þessi lið eru með Íslandi í riðli og eru Belgar næstu mótherjar íslensku stelpnanna.
↧