Sjötta ilmvatn íslensku listakonunnar Andreu Maack er væntanlegt til landsins í byrjun febrúar. Ilmurinn, sem ber nafnið COAL er innblásin af kolaverki, en öll ilmvötn Andreu eru unnin út frá teikningum eftir hana sjálfa.
↧