Íbúðarhús í Selbrekku skemmdist mikið í bruna í nótt. Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálfþrjú og klukkutíma síðar hafði slökkviliðið ráðið niðurlögum hans en á tíma logaði glatt. Húsið er einbýli á tveimur hæðum og kviknaði í á efri hæð.
↧