Fótboltafélagið Manchester United hefur sótt um skráningu í Kauphöllina í New York. Stjórnendur félagsins vonast til að safna um 64 milljónum evra eða um 12.5 milljörðum króna með sölu á hlutabréfunum.
↧